Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 29. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame samningslaus - „Hefur ekkert með fótboltalega getu hans að gera"
Kwame Quee
Kwame Quee
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hluti af sterkum hóp
Hluti af sterkum hóp
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kwame Quee er án félags þessa stundina eftir að hafa orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í sumar.

Kwame er 25 ára kantmaður sem leikið hefur með Víkingi Ólafsvík og Breiðabliki ásamt Víkingi Reykjavík. Þegar fréttaritari skoðaði samningsferil Kwame á heimasíðu knattspyrnusambandi má sjá að samningur hans, sem miðað við þær upplýsingar átti að renna út eftir næst tímabil, er úr gildi.

Fréttaritari ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í dag og spurði hann út í Kwame.

„Ég man ekki alveg hvernig þetta var en samningurinn hans er allavega útrunninn. Ég veit ekki hvort hann verði áfram. Ég var mjög ánægður með hann og vildi gjarnan halda honum áfram. Þetta er spurning um „budget" og þess háttar. Ef ég myndi vinna í lottóinu þá myndi ég gjarnan hafa hann áfram," sagði Arnar.

Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, talaði um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net, fyrir alls ekki svo löngu, að stefna Víkings væri að vera ekki með erlenda leikmenn sem þyrfti að græja íbúð fyrir og slíkt.

„Það er auðvitað æskilegt, slíkir leikmenn þyrftu að vera byrjunarliðsmenn og sem framherji/kantmaður þyrftu þeir að vera með 10 mörk eða meira eða markmaður sem heldur 10 sinnum hreinu. Það er smá aukakostnaður. En Kwame átti mjög stóran þátt í okkar velgengni í sumar, við vorum mjög ánægðir með hann og sú ástæða að hann er samningslaus hefur ekkert með fótboltalega getu hans að gera."

„Auðvitað vildi hann spila meira en eins og hlutirnir þróuðust varð hann bara hluti af sterkum hóp."


Er hans staða eitthvað sem þið skoðið seinna í vetur?

„Já, klárlega. Við fylgjumst með honum en gerum okkur grein fyrir því að það verða fleiri lið sem gera það sama. Hann er að fara spila í Afríkukeppninni, spila gegn sterkum liðum þar sem er stór gluggi fyrir hann," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner