
England er komið í tveggja marka forystu gegn Wales í upphafi síðari hálfleiks eftir markalausan fyrri hálfleik.
Marcus Rashford og Phil Foden fengu báðir tækifæri með byrjunarliðinu og skoruðu þeir sitthvort markið.
Rashford skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 50. mínútu og innan við 100 sekúndum síðar var Foden búinn að tvöfalda forystuna af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Harry Kane. Rashford átti stóran þátt í öðru markinu þar sem hann vann boltann í hápressu áður en Kane gaf stórkostlega sendingu fyrir markið.
Nú eru um 55 mínútur búnar af venjulegum leiktíma og þurfa Walesverjar þrjú mörk hið minnsta til að eiga möguleika á að komast áfram.
Wales er þó byrjað að svara fyrir sig en Jordan Pickford gerði vel að bjarga marki þegar Harry Maguire kom hausnum fyrir marktilraun andstæðinganna og var næstum búinn að setja boltann í eigið net.
England endar að öllum líkindum á toppi B-riðils og mætir því Senegal í 16-liða úrslitum.
Holland mætir Bandaríkjunum eða Íran
Bandaríkin eru þessa stundina með yfirhöndina gegn Íran, þar sem staðan er 0-1, og munu mæta Hollandi í næstu umferð. Írönum nægir þó jafntefli til að tryggja sér annað sætið og því er hægt að búast við æsispennandi lokakafla gegn Bandaríkjunum.
Marcus Rashford með fyrsta mark Englands beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. pic.twitter.com/cmFEgW4sTZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 29, 2022
Phil Foden með annað mark Englands skömmu eftir að Rashford setti fyrsta markið í net Wales pic.twitter.com/VUenTLRMWL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 29, 2022