
Eden Hazard, leikmaður Belgíu, var spurður að því á fréttamannafundi af hverju hann hefði bætt á sig aukakílóum. Fjölmiðlamaðurinn sem spurði reyndi svo eftir fundinn að fá mynd af sér með Hazard en það kom ekki á óvart að hann fékk höfnun.
Það kom Hazard á óvart þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt. Þessi stjarna Real Madrid hefur verið slakur í fyrstu leikjum Belga á HM.
Það kom Hazard á óvart þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt. Þessi stjarna Real Madrid hefur verið slakur í fyrstu leikjum Belga á HM.
Sjá einnig:
„Tveir allra slöppustu menn þessa móts“
Fjölmiðlamaðurinn spurði á arabísku: „Við höfum tekið eftir því að þú hefur bætt á þig aukakílóum. Hvernig ertu að höndla það og hver er orsökin?"
Hazard bað um að spurningin yrði endurtekin áður en hann svaraði: „Nei það er ekki satt. Ég hef haldist í sömu þyngd. Ég vinn alltaf að því að vera í standi."
Líkamlegt ástand Hazard hefur verið umræðuefni undanfarin ár en fjölmiðlamaðurinn þótti nokkuð frakkur að biðja hann síðan um 'sjálfu' eftir fundinn. Hazard afþakkaði pent.
Athugasemdir