Daníel Freyr Kristjánsson og Galdur Guðmundsson eru báðir komnir áfram í Meistaradeild unglingaliða.
Daníel spilaði allan leikinn er U19 ára lið Midtjylland tapaði fyrir Rukh Lviv, 1-0, í umspili í dag. Tapið hafði engin áhrif á Midtjylland, sem vann fyrri leikinn 4-0.
Þetta þýðir það að Midtjylland er komið áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en Midtjylland fór í gegnum deildarmeistaraleið keppninnar.
Galdur kom inn af bekknum hjá FCK sem tapaði fyrir Bayern München, 2-1, í riðlakeppninni. FCK er enn í efsta sæti riðilsins með 10 stig og búið að tryggja farseðilinn í umspilið, en það ræðst í lokaumferðinni hvort liðið fari beint í 16-liða úrslit eða i umspilið eins og Midtjylland.
Athugasemdir