Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
banner
   fös 29. nóvember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er bara orðinn mjög venjulegur leikmaður"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Jerome Rothen, fyrrum landsliðsmaður Frakka, segir að ekki sé lengur hægt að horfa á Kylian Mbappe sem einn besta fótboltamann í heimi.

Mbappe, sem er 25 ára, hefur farið hægt af stað með Real Madrid og fengið mikla gagnrýni. Hann átti hauskúpuleik gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni og klúðraði vítaspyrnu.

Mbappe hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir það að vera latur og hefur verið mikið ójafnvægi í liðinu eftir komu hans síðastliðið sumar.

„Eftir HM í Katar, þá hefur hann dalað mikið. Það sem hann sýndi gegn Liverpool, mér finnst erfitt að vera linur við hann," sagði Rothen.

„Hann hefur sett rána mjög hátt, en hann er bara orðinn mjög venjulegur leikmaður. Og það er ekki bara tími hans hjá Real Madrid. Það er síðastliðið eitt og hálft ár."

Rothen telur að mögulega sé eitthvað í einkalífi Mbappe sé að trufla hann.
Athugasemdir
banner
banner