Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   fös 29. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljóst hver stýrir Leicester um helgina
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy er að taka við Leicester en hann mun ekki stýra liðinu gegn Nottingham Forest á morgun. Enn á eftir að ganga alveg frá ráðningu hans.

Ben Dawson, sem hefur þjálfað liðið eftir að Steve Cooper var rekinn, verður á hliðarlínunni á morgun.

Dawson hefur verið í þjálfarateymi Leicester frá því síðasta sumar en þar áður starfaði hann fyrir Newcastle og var þar þjálfari unglingaliðsins.

Fyrsti leikur Van Nistelrooy með liðið verður líklega gegn West Ham næsta þriðjudag.

Leicester er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner