Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Richarlison ekki meira með á árinu
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison mun ekki spila meira með Tottenham á þessu ári eftir að hafa tognað í leik liðsins gegn Aston Villa fyrr í þessum mánuði.

Richarlison tognaði þegar hann lagði upp mark fyrir Solanke í sigri Tottenham og hefur ekki spilað síðan. Ange Postecoglou sagði svo frá því á fréttamannafundi í dag að Richarlison verði ekki meira með á þessu ári.

„Á þessum tímapunkti lítur út fyrir að allir sem spiluðu í gær hafi komist heilir úr leiknum," sagði Postecoglou. Framundan er heimaleikur gegn Fulham. Tottenham gerði 2-2 jafntefli gegn Roma í Evrópudeildinni í gær þar sem Roma jafnaði seint í leiknum,

„Það er ólíklegt að við séum að fá inn fleiri leikmenn en (Christian) Romero er næst því að geta spilað. Það er ólíklegt, en ég ætla ekki að útiloka að hann geti spilað. Við sjáum til á æfingu í dag og á morgun."

„Solanke er í lagi, en Richy er frá út árið,"
sagði stjóri Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner