Cristiano Ronaldo færist nær þúsund marka markmiðinu en hann skoraði tvö mörk er Al Nassr vann Damac í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í dag.
Portúgalinn skoraði fyrr mark sitt úr vítaspyrnu áður en hann gerði út um leikinn þegar tíu mínútur voru eftir með skoti af stutt færi.
Ronaldo, sem er 39 ára gamall, er kominn með 915 mörk á ferlinum.
Á þessu tímabili hefur hann gert 20 mörk og gefið fjórar stoðsendingar með Al Nassr og portúgalska landsliðinu.
Al Nassr er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum frá toppliði Al Ittihad.
Let me say it again, Cristiano Ronaldo is the greatest player of all time.pic.twitter.com/HXTYmHzr40
— TwinVamos (@TwinVamos) November 29, 2024
Athugasemdir