Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt við leik sinna manna þrátt fyrir 2-5 tap í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins fyrr í kvöld.
Blikar fengu Skagamenn í heimsókn og voru lentir 2-5 undir þegar Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson fengu að líta rauða spjaldið með stuttu millibili.
„Við fengum færi til að skora fleiri mörk en nýttum þau ekki. Við vorum gjafmildir í vörninni og þegar á reyndi þá misstum við aðeins hausinn. Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik," sagði Óskar Hrafn að leikslokum.
„Við erum á góðum stað. Á hverri æfingu og í hverjum leik höfum við verið að taka skref framávið. Ég myndi ekki segja að við höfum endilega gert það í dag, þetta er svona lítið hliðarskref."
Óskar ræddi um rauðu spjöld Guðjóns og Brynjólfs að lokum og er hægt að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir