Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 30. janúar 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Ekki líklegt til árangurs að vera tveimur færri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt við leik sinna manna þrátt fyrir 2-5 tap í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins fyrr í kvöld.

Blikar fengu Skagamenn í heimsókn og voru lentir 2-5 undir þegar Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson fengu að líta rauða spjaldið með stuttu millibili.

„Við fengum færi til að skora fleiri mörk en nýttum þau ekki. Við vorum gjafmildir í vörninni og þegar á reyndi þá misstum við aðeins hausinn. Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik," sagði Óskar Hrafn að leikslokum.

„Við erum á góðum stað. Á hverri æfingu og í hverjum leik höfum við verið að taka skref framávið. Ég myndi ekki segja að við höfum endilega gert það í dag, þetta er svona lítið hliðarskref."

Óskar ræddi um rauðu spjöld Guðjóns og Brynjólfs að lokum og er hægt að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner