Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. janúar 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal með mettilboð í Russo
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Kvennalið Arsenal er í harðri titilbaráttu við Manchester United og Chelsea, með Manchester City sem fylgir fast á eftir.


Félögin eru að reyna að kaupa leikmenn hvors annars og hafnaði Arsenal risatilboði frá Chelsea í Katie McCabe á dögunum.

Nú hefur Arsenal tekið á skarið með risastóru kauptilboði fyrir Alessia Russo, sóknarmann Man Utd. Upphæð kauptilboðsins er óuppgefin en dýrasti leikmaður sögunnar er Keira Walsh sem var keypt til Barcelona fyrir um 400 þúsund pund síðasta september. Tilboð Arsenal fyrir Russo er sagt vera hærra en það.

Russo verður samningslaus eftir tímabilið en Arsenal leggur fram þetta risatilboð til að tryggja sér samkomulag við þessa gífurlega eftirsóttu fótboltakonu.

Russo, sem verður 24 ára í febrúar, er algjör lykilmaður í sterku liði Man Utd sem trónir á toppi ensku deildarinnar og í landsliði Englendinga sem vann Evrópumótið í fyrra.

Man Utd hefur verið í samningsviðræðum við Russo svo mánuðum skiptir en aðilar virðast ekki ætla að komast að samkomulagi.

Bandarísk félög hafa verið í samningsviðræðum við Russo og verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á ferlinum hennar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner