Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarki Björn framlengir við Víking
Mynd: Víkingur R.

Bjarki Björn Gunnarsson er búinn að framlengja samning sinn við Víking R. til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2025.


Bjarki Björn er 22 ára uppalinn Víkingur sem getur leikið sem miðjumaður og bakvörður. Hann var á láni hjá Kórdrengjum seinni hlluta síðasta sumars og spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni. Sumarið 2021 spilaði hann 15 leiki með Þrótti Vogum sem vann 2. deild og býr því yfir þokkalegri reynslu úr neðri deildum.

Bjarki kemur úr flottum 2000 árgangi Víkings eins og Logi Tómasson og Viktor Örlygur Andrason sem eru í meistaraflokkshópi Víkings.

„Víkingur bindir miklar vonir við Bjarka í framtíðinni og getum við glaðst yfir því að uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið," sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner