Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joao Gomes valdi Wolves (Staðfest)
Mynd: Wolves
Joao Gomes er genginn í raðir Wolves frá brasilíska félaginu Flamengo. Brassinn skrifar undir fimm og hálfs árs samning við Úlfana.

Wolves greiðir um 17 milljónir punda fyrir miðjumanninn. Hann er 21 árs og er fimmtii leikmaðurinn sem Wolves fær í glugganum.

Áður höfðu þeir Matheus Cunha, Mario Lemina, Craig Dawson og Pablo Sarabia gengið í raðir Wolves í janúar.

Lyon ætlaði sér að krækja í Gomes á lokametrunum, Lyon bauð hærri upphæð í Gomes sem þvingaði Wolves til að hækka sitt tilboð. Vilji leikmannsins var að fara til Wolves.




Athugasemdir
banner
banner