Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steinþór Freyr tekur sjöunda tímabilið með KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði náð samkomulagi við Steinþór Frey Þorsteinsson um framlengingu á samningi um eitt ár. Samningur Steinþórs var útrunninn en hann verður áfram hjá KA, út komandi tímabil.

„ Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið," segir í frétt á heimasíðu KA.

Steinþór er 37 ára gamall og hefur verið hjá KA frá því hann kom frá Sandnes Ulf í Noregi fyrir tímabilið 2017. Hann á að baki 96 leiki í deild og bikar fyrir KA og hefur í þeim skorað fimm mörk. „Það eru því allar líkur á því að Steinþór bætist í 100 leikja hópinn hjá KA í sumar." Á síðasta tímabili kom hann við sögu í sautján deildarleikjum og þremur leikjum í bikar.

Steinþór er uppainn hjá Breiðabliki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sautján ára gamall. Hann fór í Stjörnuna árið 2009 og hann fór svo í atvinnumennsku um mitt tímabil 2010. Erlendis lék hann með Örgryte í Svíþjóð og svo Sandnes Ulf og Viking í Noregi. Hann á að baki átta A-landsleiki, þann síðasta gegn Svíþjóð í vináttuleik árið 2012.

„Það er afar jákvætt skref að halda Steinþóri áfram innan okkar raða en auk þess að vera öflugur leikmaður er hann frábær liðsmaður og flott fyrirmynd fyrir hina fjölmörgu ungu leikmenn okkar og mun halda áfram að miðla sinni miklu reynslu til þeirra," segir í frétt KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner