Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. mars 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Hallbera: Eðlilegast að fresta okkar EM um eitt ár líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, ræddi við RÚV í dag. Hallbera, sem er leikmaður Vals, var spurð út EM kvenna í knattspyrnu sem átti að fara fram sumarið 2021.

EM karla átti að fara fram í sumar en var frestað fram á næsta sumar vegna kórónaveirufaraldsins og fer fram næsta sumar. Ólympíuleikarnir fara svo fram í kjölfar EM karla og miðað við núverandi uppsetningu færi EM kvenna ofan í bæði þessi mót næsta sumar.

„Ég viðurkenni að ég hélt aðeins í vonina þegar EM karla var frestað um ár, að við myndum kannski bara spila eftir það mót en það er svona þegar Ólympíuleikarnir eru líka komnir sama sumarið, þá myndi ég halda að eðlilegast væri að fresta okkar móti um eitt ár líka,“ sagði Hallbera við RÚV.

Hvaða áhrif hefur það á hana og stöllur hennar ef EM verður fært?

„Fyrst þurfum við að tryggja okkur á mótið. Það breytir auðvitað heilmiklu í lífi íþróttamanns þegar planið frestast um ár, þú veist bæði, það er aldurinn, hann gæti farið að segja til sín en maður svo sem veit það ekki. En á móti að þá kannski, við eigum mikið af efnilegum stelpum í U-19 sem verða þá árinu eldri þannig að kannski myndi það henta okkur ágætlega, ég veit það ekki,“ svarar Hallbera.

Hallbera var einnig spurð hvernig hún heldur sér í formi við krefjandi aðstæður. Svar hennar má sjá á vef RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner