Heimild: Breiðablik.is
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, stjórnarmaður Vestra og Hákon Sverrisson, yfirþjálfari Breiðabliks skrifa undir samkomulagið.
Breiðablik og Vestri skrifuðu undir athyglisverðan samstarfssamning í gær.
Það gerir iðkendum Vestra kleift að æfa hjá Blikum í sínum flokkum til lengri eða skemmri tíma.
Þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta einnig sótt sér fræðslu með þjálfurum Breiðabliks og tekið þátt í starfinu.
Þetta gildir einnig í hina áttina. Ef iðkendur Blika eiga leið vestur hafa þau tækifæri til að nýta aðstöðu Vestra þar.
„Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu og að sem flestir iðkendur geti sótt æfingar og fengið þjálfun við hæfi." Segir í tilkynningu Breiðabliks á Breiðablik.is
Athugasemdir