fös 30. apríl 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Dortmund hefur áhuga á White - Coutinho orðaður við Everton
Powerade
Philippe Coutinho er orðaður við Everton.
Philippe Coutinho er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Coutinho, White, Messi, Alaba, Ten Hag, Lukaku og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman allt það helsta sem í boði er í ensku götublöðunum.

Philippe Coutinho (28), miðjumaður Barcelona og Brasilíu, gæti óvænt farið til Everton fyrir 35 milljónir punda. Coutinho gekk í raðir Barca frá Liverpool fyrir 142 milljónir punda í janúar 2018. (Sun)



Borussia Dortmund hefur blandað sér í baráttuna um enska varnarmanninn Ben White (23) hjá Brighton en Paris St-Germain, Manchester United og Arsenal hafa öll áhuga. (Sun)

Suður-kóreski framherjinn Son Heung-min (28) er nálægt því að gera nýjan samning við Tottenham. (Star)

Inter hefur sagt Manchester City að félagið ætli ekki að hlusta á tilboð í belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (27). (Calciomercato)

Lukaku hefur einnig verið orðaður við Chelsea sem þyrfti að borga metfé, 105 milljónir punda, fyrir framherjann. (Mail)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez, sem fór frá Barcelona til Atletico Madrid síðasta sumar, hefur sagt Lionel Messi að vera áfram á Nývangi. (TV3)

Barcelona hefur rætt um að bjóða Messi (33) nýjan tíu ára samning sem snýst um að hann fari í starf bak við tjöldin hjá félaginu þegar hann leggur skóna á hilluna. Faðir Messi hefur átt jákvæða fundi með Joan Laporta, forseta Börsunga. (Times)

Real Madrid undirbýr að tilkynna um samning við David Alaba (28) sem kemur á frjálsri sölu þegar samningur hans við Bayern München rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)

Erik ten Hag (51) vill taka við Tottenham en hann er klár í nýja áskorun eftir fjögur ár hjá Ajax. (Guardian)

Tottenham er enn að horfa til Brendan Rodgers þrátt fyrir að stjóri Leicester hefur sagt að hann hafi ekki áhuga. (Mail)

Leicester mun gera tilboð í þýska varnarmanninn Robin Gosens (26) ef félagið mun komast í Meistaradeildina.(Tuttomercatoweb)

Inter íhugar að bjóða Ashley Young (35) nýjan samning. (Mirror)

Queens Park Rangers hefur áhuga á varnarmanninum Ryan Porteous (22) hjá Hibernian en hann er skoskur U21 landsliðsmaður. (Record)

Everton er eitt af þeim úrvalsdeildarfélögum sem hafa áhuga á Hwang Hee-chan (25), framherja RB Leipzig. (Goal)

Bukayo Saka (19), leikmaður Arsenal, segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að gera nýjan samning við Arsenal. Borussia Dortmund og Liverpool sýndu honum áhuga. (ESPN)

West Ham og Newcastle hafa áhuga á Mario Lemina (27), miðjumanni Southampton. Hann er á láni hjá Fulham og er talinn falur fyrir sjö milljónir punda. (Guardian)

Andreas Christensen, varnarmaður Chelsea, segir að hann vilji gera nýjan samning við úrvalsdeildarfélagið. Þessi 25 ára Dani er á sínu tíunda ári á Stamford Bridge. (Metro)

Leeds hefur hafnað tilboði frá Legia Varsjá sem vill fá pólska leikmanninn Mateusz Bogusz (19) lánaðan fyrir næsta tímabil. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner