Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 30. apríl 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Mun mikið mæða á honum í sumar
Lengjudeildin
Elmar Atli er fyrirliði Vestra.
Elmar Atli er fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Vestri hafni í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Hægt er að skoða umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gaf sitt álit á liði Vestra.

Hann telur að fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson sé helsti lykilmaður liðsins.

„Elmar Atli er fyrirliði Vestra manna og mun mikið mæða á honum í sumar. Það eru margir aðkomumenn í hópnum og hans hlutverk verður að stýra og leiða liðið inni á vellinum en að sama skapi verður hann ansi mikilvægur utan vallar," segir Úlfur.

„Það hefur verið mikill stígandi í leik hans undanfarin ár og alveg ljóst að liðið þarf að treysta mikið á Elmar varnarlega þar sem ljóst er að Friðrik verður lengi frá."

Elmar spilaði aðeins fjóra leiki í Lengjudeildinni í fyrra og var hann nokkuð frá vegna meiðsla. Hann er klár í slaginn núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner