Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany hafnaði Man City - Áfram hjá Anderlecht
Mynd: Getty Images
The Guardian greinir frá því að Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, hafi hafnað starfstilboði frá félaginu á dögunum.

Kompany yfirgaf Man City eftir síðasta tímabil og tók við starfi sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht.

Þrátt fyrir afar erfiða byrjun hjá Anderlecht síðasta haust gafst Kompany ekki upp og var liðið á blússandi siglingu þegar Covid-19 skall á.

Pep Guardiola vill fá Kompany aftur til Man City og gera hann að aðstoðarþjálfara sínum en Belginn hafnaði samningstilboðinu til að vera áfram hjá uppeldisfélaginu.

Guardiola vantar mann til að fylla í skarðið sem Mikel Arteta skildi eftir þegar hann tók við Arsenal fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner