De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   þri 30. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema gæti farið frá Real Madrid
Mynd: EPA
Franski framherjinn Karim Benzema er alvarlega að íhuga það að fara frá Real Madrid í sumar og taka risatilboði frá Sádi-Arabíu en þetta kemur fram í grein COPE.

Benzema hefur verið aðalmaðurinn í Real Madrid síðustu ár og vann meðal annars hin afar eftirsóttu Ballon d'Or verðlaun eftir að hafa unnið Meistaradeildina með liðinu.

Hann á ár eftir af samningi sínum hjá Real Madrid en hann er að íhuga það að yfirgefa félagið í sumar.

COPE segir frá því að Benzema hafi fengið tilboð frá Sádi-Arabíu þar sem hann mun þéna 200 milljónir evra fyrir tvö tímabil og er hann alvarlega að skoða það að taka boðinu.

Sádi-Arabía er að blása til sóknar þegar það kemur að fótboltanum en Cristiano Ronaldo spilar nú þegar með Al-Nassr og þá er Lionel Messi í viðræðum við Al-Hilal.
Athugasemdir
banner