Uli Kohler starfsmaður hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að stjórar lifi ekki lengi í starfi eftir að Jörg Schmadtke er ráðinn til félagsins.
Schmadtke var raðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool og mun því sjá um að ganga frá kaupum félagsins í sumar. Ef allt gengur vel mun samningur hans vera framlengdur.
Hann var áður í svipuðu starfi hjá Wolfsburg.
„Frábær gaur! Hann lítur alltaf út fyrir að tala ekki mikið. Eina með hann er að alls staðar sem hann verður yfirmaður íþróttamála verður þjálfarinn rekinn eftir hálft til eitt ár," segir Kohler.
„Ég held að það gerist ekki hjá Jurgen Klopp því hann var á bakvið dílinn við Schmadtke. Hann (Schmadtke) hefur mikla reynslu, góðan húmor og hann veit hvernig á að skipta leikmönnum. Það er það sem Liverpool þarf."