Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 10. júní 2025 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd setur háan verðmiða á Garnacho
Mynd: EPA
Manchester United hefur samkvæmt The Independent sett 70 milljóna punda verðmiða á argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho.

United og Garnacho hafa komist að þeirri niðurstöðu að best sé að leiðir skilji í sumar.

Chelsea og Aston Villa eru sögð áhugasöm um að fá Garnacho í sínar raðir.

Hann kom við sögu í 58 leikjum í öllum keppnum í vetur, skoraði ellefu mörk og lagði upp tíu.

Hann kom frá Atletico Madrid árið 2020 og kom árið 2022 inn í aðallið United. Garnacho á að baki átta A-landsleiki fyrir Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner