Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   þri 30. maí 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Van der Sar segir upp hjá Ajax eftir vonbrigðatímabil
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar.
Mynd: EPA
Edwin van der Sar hefur sagt upp hjá Ajax þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2016. Hann hefur verið í stóru starfi bak við tjöldin hjá hollenska stórliðinu síðan 2012.

Ajax endaði í þriðja sæti á tímabilinu og missti af Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn síðan 2009.

„Við höfum upplifað stórkostlegar stundur saman en það hafa líka komið ótrúlega erfiðir kaflar," segir Van der Sar, sem er 52 ára. „Mér finnst ég þurfa að taka smá frí, vera í fjarlægð og gera eitthvað annað."

Van der Sar er fyrrum markvörður Manchester United og hefur oft verið orðaður við störf bak við tjöldin á Old Trafford.

Ajax varð Hollandsmeistari í fyrra og árið þar á undan. Liðið hafði ekki endað fyrir utan topp tvo í fjórtán ár. Feyennord varð meistari með tólf stigum meira en Ajax.

Þá mistókst Ajax á þessu tímabili að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og tapaði gegn Union Berlín frá Þýskalandi í umspili fyrir útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Alfred Schreuder, sem tók við sem stjóri Ajax þegar Erik ten Hag tók við Manchester United fyrir ári síðan, var rekinn í janúar og John Heitinga ráðinn í staðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner