banner
   þri 30. júní 2020 09:30
Innkastið
Vilja meira frá Birni Daníel
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Hversu lengi eigum við að bíða eftir Birni Daníel? Var heilt tímabil, undirbúningstímabil og Covid pásan ekki nóg?" sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

FH tapaði 4-1 gegn Víkingi R. í gær eftir sigra gegn HK og ÍA í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar.

Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var til umræðu í Innkastinu í gær en hann er á sínu öðru tímabili með liðinu eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku.

„Það vita það allir að Björn Daníel er frábær í fótbolta en það er einhver ástæða fyrir því að hann er ekki að skila mörkum og í stoðsendingum," sagði Gunnar.

„Björn er aðeins aftar á miðjunni og meira að stýra spilinu. Menn hafa ekki endilega verið sáttir við það þó að hann sé flinkur í því líka. Hann er líka hættulegur í teignum og þarf að koma sér meira í teiginn," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Í Innkastinu í gær var meira rætt um FH liðið og meðal annars breiddina í leikmannahópnum.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti og Gunnar Birgisson velti því fyrir sér hvort FH muni bjóða í Eið Aron Sigurbjörnsson, varnarmann Vals, í dag.
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner