Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 30. júní 2022 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því
,,Við í KR viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í dag. Rúnar er þjálfari KR sem mætir á morgun Víkingi í Bestu deild karla. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á laugardag en var flýtt um einn dag.

Ástæðan fyrir þeirri breytingu er verkefni Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni. Víkingur mætir sænska liðinu á útivelli í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag í næstu viku. Þessi tilfærsla á leiknum var hún það sem þið og Víkingar vilduð?

„Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því vegna þess að þeir eru að fara spila við Malmö á þriðjudaginn. Það er hagur íslenskrar knattspyrnu að þeir fái hvíld, þeir óskuðu eftir þessu og við urðum bara við þeirri beiðni. Við ætlum ekki að vera með nein leiðindi og segja nei. Við fáum fimm daga hvíld fram að þeim leik en þeir fá bara tvo eða þrjá þar sem þeir voru að spila á þriðjudaginn. Við fáum tveimur dögum meira í hvíld," sagði Rúnar. KR mætti Njarðvík í Mjólkurbikarnum á sunnudag en Víkingur lék gegn Selfossi á þriðjudag.

„Ég, og við í KR, viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall og við verðum að hjálpast í því þegar Evrópukeppnin er annars vegar. Ef Víkingur getur undirbúið sig betur fyrir leikina gegn Malmö þá tökum við þátt í því."

Oft mikið fjör á KR-vellinum
Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15 á Meistaravöllum. Þessir leikir, KR - Víkingur síðustu ár, hafa verið umtalaðir.

„Ég held það séu alltaf hörkuleikir þegar góð lið mætast, sama hvað lið mætast. Sérstaklega á KR-vellinum, þá er oft mikið fjör. Við búumst ekki við neinu nema bara hörðum leik. Það eru tæklingar, það eru átök og þess á milli eru menn að reyna spila fótbolta og reyna vinna sína leiki. Við reynum að gera okkar besta til að vinna leikinn. Víkingarnir eru væntanlega að fara gera það sama, þetta eru tvö góð lið og Víkingarnir kannski á örlítið meira skriði þessa dagana."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Rúnar var spurður út í sigurmark Halls Hannssonar í síðasta leik, meiðsli í hópnum og félagsskiptagluggann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner