Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 30. júní 2022 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því
,,Við í KR viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í dag. Rúnar er þjálfari KR sem mætir á morgun Víkingi í Bestu deild karla. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á laugardag en var flýtt um einn dag.

Ástæðan fyrir þeirri breytingu er verkefni Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni. Víkingur mætir sænska liðinu á útivelli í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag í næstu viku. Þessi tilfærsla á leiknum var hún það sem þið og Víkingar vilduð?

„Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því vegna þess að þeir eru að fara spila við Malmö á þriðjudaginn. Það er hagur íslenskrar knattspyrnu að þeir fái hvíld, þeir óskuðu eftir þessu og við urðum bara við þeirri beiðni. Við ætlum ekki að vera með nein leiðindi og segja nei. Við fáum fimm daga hvíld fram að þeim leik en þeir fá bara tvo eða þrjá þar sem þeir voru að spila á þriðjudaginn. Við fáum tveimur dögum meira í hvíld," sagði Rúnar. KR mætti Njarðvík í Mjólkurbikarnum á sunnudag en Víkingur lék gegn Selfossi á þriðjudag.

„Ég, og við í KR, viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall og við verðum að hjálpast í því þegar Evrópukeppnin er annars vegar. Ef Víkingur getur undirbúið sig betur fyrir leikina gegn Malmö þá tökum við þátt í því."

Oft mikið fjör á KR-vellinum
Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15 á Meistaravöllum. Þessir leikir, KR - Víkingur síðustu ár, hafa verið umtalaðir.

„Ég held það séu alltaf hörkuleikir þegar góð lið mætast, sama hvað lið mætast. Sérstaklega á KR-vellinum, þá er oft mikið fjör. Við búumst ekki við neinu nema bara hörðum leik. Það eru tæklingar, það eru átök og þess á milli eru menn að reyna spila fótbolta og reyna vinna sína leiki. Við reynum að gera okkar besta til að vinna leikinn. Víkingarnir eru væntanlega að fara gera það sama, þetta eru tvö góð lið og Víkingarnir kannski á örlítið meira skriði þessa dagana."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Rúnar var spurður út í sigurmark Halls Hannssonar í síðasta leik, meiðsli í hópnum og félagsskiptagluggann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner