Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 30. júní 2022 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því
,,Við í KR viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í dag. Rúnar er þjálfari KR sem mætir á morgun Víkingi í Bestu deild karla. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á laugardag en var flýtt um einn dag.

Ástæðan fyrir þeirri breytingu er verkefni Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni. Víkingur mætir sænska liðinu á útivelli í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag í næstu viku. Þessi tilfærsla á leiknum var hún það sem þið og Víkingar vilduð?

„Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því vegna þess að þeir eru að fara spila við Malmö á þriðjudaginn. Það er hagur íslenskrar knattspyrnu að þeir fái hvíld, þeir óskuðu eftir þessu og við urðum bara við þeirri beiðni. Við ætlum ekki að vera með nein leiðindi og segja nei. Við fáum fimm daga hvíld fram að þeim leik en þeir fá bara tvo eða þrjá þar sem þeir voru að spila á þriðjudaginn. Við fáum tveimur dögum meira í hvíld," sagði Rúnar. KR mætti Njarðvík í Mjólkurbikarnum á sunnudag en Víkingur lék gegn Selfossi á þriðjudag.

„Ég, og við í KR, viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall og við verðum að hjálpast í því þegar Evrópukeppnin er annars vegar. Ef Víkingur getur undirbúið sig betur fyrir leikina gegn Malmö þá tökum við þátt í því."

Oft mikið fjör á KR-vellinum
Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15 á Meistaravöllum. Þessir leikir, KR - Víkingur síðustu ár, hafa verið umtalaðir.

„Ég held það séu alltaf hörkuleikir þegar góð lið mætast, sama hvað lið mætast. Sérstaklega á KR-vellinum, þá er oft mikið fjör. Við búumst ekki við neinu nema bara hörðum leik. Það eru tæklingar, það eru átök og þess á milli eru menn að reyna spila fótbolta og reyna vinna sína leiki. Við reynum að gera okkar besta til að vinna leikinn. Víkingarnir eru væntanlega að fara gera það sama, þetta eru tvö góð lið og Víkingarnir kannski á örlítið meira skriði þessa dagana."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Rúnar var spurður út í sigurmark Halls Hannssonar í síðasta leik, meiðsli í hópnum og félagsskiptagluggann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir