Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 30. júní 2022 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því
,,Við í KR viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson í dag. Rúnar er þjálfari KR sem mætir á morgun Víkingi í Bestu deild karla. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á laugardag en var flýtt um einn dag.

Ástæðan fyrir þeirri breytingu er verkefni Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni. Víkingur mætir sænska liðinu á útivelli í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag í næstu viku. Þessi tilfærsla á leiknum var hún það sem þið og Víkingar vilduð?

„Við vildum það nú ekki en Víkingar óskuðu eftir því vegna þess að þeir eru að fara spila við Malmö á þriðjudaginn. Það er hagur íslenskrar knattspyrnu að þeir fái hvíld, þeir óskuðu eftir þessu og við urðum bara við þeirri beiðni. Við ætlum ekki að vera með nein leiðindi og segja nei. Við fáum fimm daga hvíld fram að þeim leik en þeir fá bara tvo eða þrjá þar sem þeir voru að spila á þriðjudaginn. Við fáum tveimur dögum meira í hvíld," sagði Rúnar. KR mætti Njarðvík í Mjólkurbikarnum á sunnudag en Víkingur lék gegn Selfossi á þriðjudag.

„Ég, og við í KR, viljum að íslensk knattspyrna komist á örlítið hærri stall og við verðum að hjálpast í því þegar Evrópukeppnin er annars vegar. Ef Víkingur getur undirbúið sig betur fyrir leikina gegn Malmö þá tökum við þátt í því."

Oft mikið fjör á KR-vellinum
Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:15 á Meistaravöllum. Þessir leikir, KR - Víkingur síðustu ár, hafa verið umtalaðir.

„Ég held það séu alltaf hörkuleikir þegar góð lið mætast, sama hvað lið mætast. Sérstaklega á KR-vellinum, þá er oft mikið fjör. Við búumst ekki við neinu nema bara hörðum leik. Það eru tæklingar, það eru átök og þess á milli eru menn að reyna spila fótbolta og reyna vinna sína leiki. Við reynum að gera okkar besta til að vinna leikinn. Víkingarnir eru væntanlega að fara gera það sama, þetta eru tvö góð lið og Víkingarnir kannski á örlítið meira skriði þessa dagana."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Rúnar var spurður út í sigurmark Halls Hannssonar í síðasta leik, meiðsli í hópnum og félagsskiptagluggann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner