Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 30. júlí 2020 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Jóns tekur við Álftanesi (Staðfest)
Gunnlaugur Jónsson, nýr þjálfari, og Guðjón Pétur Lýðsson fyrir hönd Álftanes. Þess má geta að Guðjón spilaði fyrir Stjörnuna í bikarsigri á Víkingi í kvöld.
Gunnlaugur Jónsson, nýr þjálfari, og Guðjón Pétur Lýðsson fyrir hönd Álftanes. Þess má geta að Guðjón spilaði fyrir Stjörnuna í bikarsigri á Víkingi í kvöld.
Mynd: Álftanes
Gunnlaugur Jónsson er tekinn við þjálfun hjá Álftanesi í 3. deild karla. Gengið var frá því í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson og Baldvin Sturluson stýrðu Álftanesi í tapi gegn Reyni Sandgerði í kvöld en núna er búið að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara.

Bæði Arnar og Baldvin láta af störfum og tekur hinn reynslumikli Gulli Jóns við.

Gunnlaugur er fótboltaáhugafólki vel kunnur, bæði sem fótboltamaður og sem þjálfari. Hann var síðast þjálfari Þróttar Reykjavík en hætti þar í febrúar í fyrra af persónulegum ástæðum. Stuttu síðar opnaði hann sig varðandi veikindi í viðtali við Hafliða Breiðfjörð hér á Fótbolta.net.

Auk þess að þjálfa Þrótt hefur Gunnlaugur einnig þjálfað Selfoss, Val, KA, HK og ÍA á þjálfaraferli sínum.

Þetta er stór ráðning fyrir Álftanes sem er sem stendur á botni 3. deildarinnar með fimm stig eftir níu leiki. Gunnlaugur hefur því verk að vinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner