Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 30. júlí 2020 22:07
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Færð ekki mörg færi á móti Breiðablik
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason var fúll með að vera dottinn út úr Mjólkubikarnum eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

„Já, það er fyrst og fremsta það að detta út úr bikar, en jákvæða við það að þá getum við einbeitt okkur að deildinni. Auðvitað er gaman að spila í bikar og komst eins langt og maður getur, úrslitaleikurinn f frábær en það er ekki okkar í ár."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Grótta

Leikskipulagið gekk vel hjá Águsti Gylfasyni allt fram að 48.mínútu þegar Blikar komast yfir undir lok fyrri hálfleiks en Sigurður Hjörtur bætti tveimur mínútum við og var Ágúst ósáttur með það

„Já 48, hann bætti við tveimur mínútum og 45 + 2 eru 47, þannig 48 hlýtur að vera kominn framyfir tímann, þannig ég var mjög ósáttur með dómarann þar að hafa ekki hleypt okkur inn í hálfleikinn með 0-0. Það var alltaf planið hjá okkar að spila fyrstu 60 mínúturnar og halda Blikunum í skefjum og mér fannst við gera það fyrir utan þetta mark."

Brotið var á Kristinni Steindórssyni í aðdraganda fyrsta marksins þegar brotið var á Kristni. Hvernig horfði það við Ágústi Gylfa?

„Það veit ég ekki, þetta var mögulega aukaspyrna en fyrri hálfleikurinn var búin, það er ekkert flóknara en það og það er það sem ég var ósáttur við."

Grótta fékk tvö dauðafæri á fyrstu 2 mínútunum þar sem Grótta gat komið sér yfir.

„Já, þú færð ekki mörg færi á móti Breiðablik en við fengum 2 eða 3 dauðafæri til að byrja með og fáum eitt mjög gott færi úr föstu leikatriði í seinni hálfleik í stöðunni 2-0 og ef þú nýtir það ekki þá sigla þeir þessu bara örugglega heim."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Ágúst var spurður út í stöðuna sem kom upp í dag vegna Kórónuveirufaraldsins.
Athugasemdir
banner