Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 30. júlí 2020 22:07
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Færð ekki mörg færi á móti Breiðablik
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason var fúll með að vera dottinn út úr Mjólkubikarnum eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

„Já, það er fyrst og fremsta það að detta út úr bikar, en jákvæða við það að þá getum við einbeitt okkur að deildinni. Auðvitað er gaman að spila í bikar og komst eins langt og maður getur, úrslitaleikurinn f frábær en það er ekki okkar í ár."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Grótta

Leikskipulagið gekk vel hjá Águsti Gylfasyni allt fram að 48.mínútu þegar Blikar komast yfir undir lok fyrri hálfleiks en Sigurður Hjörtur bætti tveimur mínútum við og var Ágúst ósáttur með það

„Já 48, hann bætti við tveimur mínútum og 45 + 2 eru 47, þannig 48 hlýtur að vera kominn framyfir tímann, þannig ég var mjög ósáttur með dómarann þar að hafa ekki hleypt okkur inn í hálfleikinn með 0-0. Það var alltaf planið hjá okkar að spila fyrstu 60 mínúturnar og halda Blikunum í skefjum og mér fannst við gera það fyrir utan þetta mark."

Brotið var á Kristinni Steindórssyni í aðdraganda fyrsta marksins þegar brotið var á Kristni. Hvernig horfði það við Ágústi Gylfa?

„Það veit ég ekki, þetta var mögulega aukaspyrna en fyrri hálfleikurinn var búin, það er ekkert flóknara en það og það er það sem ég var ósáttur við."

Grótta fékk tvö dauðafæri á fyrstu 2 mínútunum þar sem Grótta gat komið sér yfir.

„Já, þú færð ekki mörg færi á móti Breiðablik en við fengum 2 eða 3 dauðafæri til að byrja með og fáum eitt mjög gott færi úr föstu leikatriði í seinni hálfleik í stöðunni 2-0 og ef þú nýtir það ekki þá sigla þeir þessu bara örugglega heim."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Ágúst var spurður út í stöðuna sem kom upp í dag vegna Kórónuveirufaraldsins.
Athugasemdir
banner
banner