Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. júlí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það væri enginn að tala við mig, það væri búið að reka mig"
Mikael Nikulásson
Mikael Nikulásson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarssson.
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarssson.
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvík er í 5. sæti 2. deildar eftir fjórtán umferðir, átta umferðir eru eftir og 24 stig í pottinum. Njarðvík er fjórum stigum frá Völsungi sem er í 2. sæti og sjö stigum frá toppliði Þróttar Vogum.

„Að vera í toppbráttunni og vonandi skilar það okkur upp um deild," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, aðspurður um markmið fyrir tímabilið. Hann var einnig spurður hvort það yrðu alger vonbrigði ef liðið fer ekki upp um deild.

„Veit það nú ekki, fer eftir hvernig mótið þróast. Hugsa að menn verði spældir," sagði Bjarni.

Mikael Nikulásson er einn af aðalmönnunum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show en hann var látinn fara sem þjálfari Njarðvíkur eftir síðasta tímabil og var hann ekki ánægður með þá niðurstöðu. Gengi Njarðvíkur var til umræðu í hlaðvarpsþættinum í gær. Njarðvík tapaði síðasta leik 3-1 gegn KV.

„Það væri enginn að tala við mig, það væri búið að reka mig. Það er 100%," sagði Mikael. Hann var spurður hvað hefði verið búið að segja við sig ef hann hefði verið þjálfari liðsins á þessu tímabili.

„Menn lásu ekki leikinn en allt í lagi með það. Menn hafa mismunandi vit á þessu, fullt af mönnum sem hafa vit á þessu, aðrir ekki. Það væri alveg klárt að ég væri ekki að þjálfa Njarðvík áfram ef ég væri með 22 stig með þennan leikmannahóp, það segir sig alveg sjálft. Menn bera fyrir sig meiðsli og annað en þeir hafa verið að spila mjög leiðinlegan fótbolta í sumar."

„Þetta kom ekki á óvart að þeir skildu tapa gegn KV. Það sem ég held að gerist núna er að þeir stilli saman strengina. Þeir eiga tvö neðstu liðin á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Ég er búinn að segja þetta í allt sumar, hvort sem menn hlusta eða ekki, að ef Njarðvík hefði verið með þennan stigafjölda á sama tíma í fyrra hefði mótið verið búið fyrir okkur. Það hefði ekki verið möguleiki að fara upp því bæði Selfoss og Kórdrengir voru komin með yfri 30 stig á þessum tímapunkti."

„Deildin er að spilast þannig að ef Njarðvík vinnur Kára og Fjarðabyggð á heimavelli verða þeir væntanlega komnir í þriðja sætið, einu stigi frá 2. sætinu og sex leikir eftir. Þeir eru í dauðafæri ennþá á því að fara upp en þeir þurfa að bæta sinn leik. Ég held þeir geri það, ég trúi bara ekki öðru,"
sagði Mikael.

Næstu leikir í 2. deild:
föstudagur 6. ágúst
2. deild karla
19:15 Haukar-Þróttur V. (Ásvellir)
19:15 Njarðvík-Kári (Rafholtsvöllurinn)
19:15 KF-Völsungur (Ólafsfjarðarvöllur)

laugardagur 7. ágúst
14:00 Reynir S.-Leiknir F. (BLUE-völlurinn)
14:00 Fjarðabyggð-KV (Eskjuvöllur)
16:00 ÍR-Magni (Hertz völlurinn)

Sjá einnig:
Mikael: Þetta er bara hnífsstunga
Ósáttur við Bjarna Jó og helstu samstarfsmenn - „Lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu"
„Bjarni Jó hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér"


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner