Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chamberlain að glíma við erfið meiðsli - Kelleher á þrjár vikur eftir
Mynd: Getty Images

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er búinn að staðfesta að Alex Oxlade-Chamberlain varð fyrir alvarlegum meiðslum aftan á læri fyrir tveimur vikum.


Miðjumaðurinn öflugi meiddist í æfingaleik gegn Crystal Palace í Singapúr 15. júlí og er óljóst hvenær hann verður klár í slaginn. Klopp býst við að það sé meira en mánuður í endurkomu.

Varamarkvörðurinn Caiomhin Kelleher verður þá meiddur næstu tvær til þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst í leik með írska landsliðinu í júní.

„Caoimhin verður ekki klár fyrr en eftir tvær eða þrjár vikur. Þetta mun taka lengri tíma hjá Oxlade, þetta eru alvarleg meiðsli aftan í læri og hann verður eitthvað frá. Við hötum meiðsli aftan í læri en svona gerist stundum og það er óheppni að Ox hafi þurft að lenda í þessu," sagði Klopp, en Chamberlain hefur glímt við gífurlegt magn meiðsla á ferlinum, bæði sem leikmaður Arsenal og Liverpool.

„Caoimhin fann fyrir einhverju eftir landsleikjahléð og allir sögðu við hann að þetta væri ekkert mál, að þetta yrði farið eftir fríið. Svo mætti hann til æfinga eftir fríið og fann ennþá fyrir þessu þannig við skoðuðum málið og komumst að því að ástandið var verra en við héldum. Tvær til þrjár vikur ættu þó að nægja, versti parturinn er búinn."

Liverpool mætir Manchester City í leik um Góðgerðarskjöldinn í dag klukkan 16:00.


Athugasemdir
banner
banner