Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 30. júlí 2022 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Glimt fimm stigum frá toppnum - Jón Daði spilaði gegn Ipswich
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Bolton

Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt sem lagði Álasund að velli í efstu deild norska boltans í dag.


Victor Boniface gerði bæði mörkin í sigri Glimt sem er fimm stigum á eftir toppliði Molde.

Nardo, sem leikur í D-deildinni, vann þá útivallarsigur gegn Orkla og er í fjórða sæti með 26 stig eftir 13 umferðir, ellefu stigum eftir toppliðinu.

Óttar Húni Magnússon er leikmaður Nardo.

Álasund 1 - 2 Bodö/Glimt
0-1 Victor Boniface ('26)
1-1 K. Odemarksbakken ('32)
1-2 Victor Boniface ('42)

Orkla 2 - 4 Nardo

Danska félagið SönderjyskE rúllaði þá yfir Hilleröd í B-deild danska boltans eftir að hafa lent marki undir snemma leiks.

Hvorki Kristófer Ingi Kristinsson né Atli Barkarson voru í leikmannahópi SönderjyskE í stórsigrinum. Liðið er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

Að lokum kom Jón Daði Böðvarsson við sögu með Bolton í ensku C-deildinni.

Jón Daði fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 1-1 jafntefli gegn Ipswich. 

Gestirnir frá Bolton voru heppnir að tapa ekki leiknum þar sem þeir skoruðu með einu marktilraun sinni sem hæfði rammann á meðan heimamenn í Ipswich óðu í færum.

Hilleröd 1 - 5 SönderjyskE

Ipswich 1 - 1 Bolton


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner