Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 30. júlí 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Þjálfari Velez fékk rautt fyrir að fella andstæðing
Leikmenn Velez fögnuðu dátt gegn River Plate.
Leikmenn Velez fögnuðu dátt gegn River Plate.
Mynd: EPA

Það átti nokkuð magnað atvik sér stað í leik í argentínsku deildinni þar sem Alexander Medina, þjálfari Velez Sarsfield, fékk beint rautt spjald fyrir að fella leikmann andstæðinganna.


Velez hefur ekki gengið vel að undanförnu og er liðið aðeins komið með 9 stig eftir 11 umferðir. Liðið situr í 23. sæti af 28 og eiga öll liðin í kring leik til góða.

Velez er að spila undir væntingum þar sem leikmenn á borð við Diego Godin, Lucas Pratto, Francisco Ortega og Emanuel Insúa eru á mála hjá félaginu.

Velez endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og tryggði sér þar með sæti í Copa Libertadores. Þar sló Velez stórveldi River Plate óvænt úr leik í byrjun júlí og mætir Talleres Cordoba í 8-liða úrslitum í byrjun ágúst.

Takist Velez að sigra þann leik mætir félagið annað hvort Flamengo eða Corinthians frá Brasilíu í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner