Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júlí 2022 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samfélagsskjöldurinn: Nunez gulltryggði sigur Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool 3 - 1 Manchester City
1-0 Trent Alexander-Arnold ('21 )
1-1 Julian Alvarez ('70 )
2-1 Mohamed Salah ('83 , víti)
3-1 Darwin Nunez ('90 )

Englandsmeistarar Manchester City mættu Bikarmeisturum Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag.


Jafnræði var með liðunum í upphafi en það var Liverpool sem var fyrri til að skora. Það mark kom úr óvæntri átt þegar Trent Alexander Arnold kom boltanum í netið en skot hans átti viðkomu í Nathan Ake á leið sinni í netið.

Markið kom eftir rúmlega 20 mínútna leik en hann róaðist svolítið eftir markið og staðan 1-0 í hálfleik.

Darwin Nunez, kom inná sem varamaður snemma í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann var ekki lengi að koma sér í færi en hann reyndi að vippa boltanum yfir Ederson í marki City en boltinn endaði í andlitinu á markverðinum.

Erling Haaland byrjaði inná í liði City en hann komst lítið í takt við leikinn. Julian Alvarez kom inná í upphafi síðari hálfleiks og hann gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin eftir 70. mínútna leik.

Þegar skammt var til leksloka átti Nunez skalla að marki sem fór í höndina á Ruben Diaz og eftir að Craig Pawson dómari skoðaði atvikið í VAR dæmdi hann vítaspyrnu. Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði.

Það var svo Darwin Nunez sem tryggði Liverpool fyrsta sigur Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn undir stjórn Jurgen Klopp þegar hann skallaði boltann í netið eftir frábæra sókn liðsins.

Haaland komst í dauðafæri til að klóra í bakkann fyrir City en skaut í slánna af stuttu færi.


Athugasemdir
banner
banner
banner