mið 30. september 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Augu heimsins beinast að Klaksvík í Færeyjum
Um fimm þúsund manns búa í Klaksvík.
Um fimm þúsund manns búa í Klaksvík.
Mynd: Getty Images
Færeyski fiskimannabærinn Klaksvík hefur fengið athygli í stærstu fréttamiðlum heims fyrir það frækna afrek að vera aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Á morgun mun Klaksvík mæta írska liðinu Dundalk í leik sem BBC talar um sem mikilvægasta leik í færeyskri fótboltasögu.

„Við erum eins og fjölskylda. Allir leikmenn frá Klaksvík eru með gríðarlega gíðar tengingar og við erum nánir vinir," segir Jakup Biskopsto Andreasen, fyrirliði liðsins en 5117 íbúar eru í Klaksvík.

Færeyskur blaðamaður segir að gengi fótboltaliðsins í Klaksvík hafi áhrif á allan bæinn og þegar vel gangi á vellinum séu afköstin í fiskvinnslunni meiri.

„Hvert sem þú ferð er fólk að tala um fótbolta. Fólk hér er mjög spennt yfir því að sjá hvort liðið geti komist í riðlakeppnina," segir Andreasen.

Ef Klaksvík nær því magnaða afreki að leggja Dundalk, í leik sem verður klukkan 18:30 í Dublin á morgun, verður það fyrsta færeyska liðið sem kemst í riðlakeppni og afrekar eitthvað sem ekkert íslenskt lið hefur afrekað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner