De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 16:57
Aksentije Milisic
Besta deild kvenna: Stjarnan heldur spennunni fyrir lokaumferðina
watermark Hulda Hrund gerði tvennu.
Hulda Hrund gerði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA 1 - 3 Stjarnan
1-0 Hulda Björg Hannesdóttir ('39 )
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('56 )
1-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('70 )
1-3 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('86 )
Lestu um leikinn


Stjarnan gerði góða ferð norður í dag og vann Þór/KA með þremur mörkum gegn einu í Bestu deild kvenna. Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Stjörnuna til að halda lífi í Evrópubaráttunni.

Breiðablik vann FH í dag sem þýddi að Stjarnan mátti ekki misstíga sig. Liðið gerði það svo sannarlega ekki þrátt fyrir að hafa lent undir þegar Hulda Björg Hannesdóttir kom Þór/KA í forystu.

Stjarnan sneri blaðinu við í síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk. Hulda Hrund Arnarsdóttir gerði þá tvö mörk og Andrea Mist Pálsdóttir eitt.

Stjarnan er því tveimur stigum á eftir Breiðablik sem situr í öðru sætinu fyrir lokaumferðina en Breiðablik er með töluvert betri markatölu. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals á útivelli á meðan Stjarnan fær Þrótt í heimsókn.


Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner