Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 30. október 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Bras ef ekki grynnkar á meiðslalistanum
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að meiðsli Kevin De Bruyne á læri séu flóknari en fyrst var talið. Belginn hefur ekki spilað síðan 18. september.

Búist var við að hann væri kominn til baka á þessum tímapunkti en Guardiola segir óvíst hvenær hann snýr aftur.

„Hvenær snýr hann aftur? Ég vildi að ég gæti sagt þér það, ég væri til í að vita það. Hann getur tekið þátt í æfingum en hann finnur enn fyrir verkjum. Hann er orðinn betri en ekki nægilega góður," segir Guardiola.

City er einnig án Kyle Walker, Jérémy Doku, Jack Grealish, Oscar Bobb aog nýkrýnds gullboltahafa Rodri sem verður frá út tímabilið.

„Það verður bras ef meiðslalistinn fer ekki að minnka, við getum ekki haldið út allt tímabilið með 14-15 leikmenn. Við þurfum að fá leikmenn til baka."

Búiast er við því að Guardiola notist við leikmenn úr U21 liðinu í deildabikarleik gegn Tottenham í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner