Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ragnar verður aðstoðarþjálfari Keflavíkur - Marín Rún framlengir
Ragnar Steinarsson (t.v) er nýr aðstoðarþjálfari Keflavíkur
Ragnar Steinarsson (t.v) er nýr aðstoðarþjálfari Keflavíkur
Mynd: Keflavík
Ragnar Steinarsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

Ragnar er vel kunnugur Keflvíkingum, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Hann spilaði yfir 100 leiki með Keflvíkingum á tíunda áratugnum og tók síðan við sem aðstoðarþjálfari árið 2002.

Einnig þjálfaði hann Reyni ásamt Jakobi Má Jónharðssyni árið 2006 en hætti ári síðar.

Ragnar verður Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur til halds og trausts næsta sumar en Keflavík mun leika í Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Penninn er þá áfram á lofti þegar það kemur að samningamálum leikmanna en Marín Rún Guðmundsdóttir hefur skrifað undir samning sem gildir út 2026.

Marín er 27 ára gömul og getur bæði spilað á miðju og í sókn. Hún lék 13 leiki í Bestu deildinni í sumar og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner