Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. nóvember 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Alba virðist hafa grátið í hálfleik gegn Liverpool
Jordi Alba.
Jordi Alba.
Mynd: Getty Images
Frá kvöldinu ótrúlega.
Frá kvöldinu ótrúlega.
Mynd: Getty Images
Eins og aðrir leikmenn Barcelona þá átti vinstri bakvörðurinn Jordi Alba ekki góðan dag þann 7. maí síðastliðinn.

Þann dag tapaði Barcelona 4-0 gegn Liverpool í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli 3-0, en tapaði niður forskotinu á Anfield - og tapaði einvíginu.

Það var verið að gefa út nýja þáttaröð um nokkra af leikjum Barcelona á síðasta tímabili. Einn af þeim leikjum sem fjallað er um er útileikurinn í Liverpool.

Í þættinum er skyggnst á bak við tjöldin, en eitt atriði er mjög athyglisvert. Það er í hálfleik þegar Ernesto Valverde heldur hálfleiksræðu sína. Á meðan hann gerir það virðist Alba vera grátandi með höfuðið í handklæði.

Valverde stöðvar ræður og spyr hvort allt sé í lagi. Þá svarar Alba: „Haltu bara áfram, haltu bara áfram."

Ekki er vitað hvers vegna Alba, sem er þrítugur að aldri, var grátandi, en staðan var aðeins 1-0 í hálfleik. Alba hélt leik áfram í seinni hálfleiknum og hann og hans liðsfélagar fengu á sig þrjú mörk og féllu úr leik í Meistaradeildinni.

Var Alba veikur?
Scott Wilson hjá GiveMeSport spyr sig hvort að Alba hafi mögulega verið veikur. „Var hann veikur?"

„Það er mjög skrítið að honum hafi liðið svona óþægilega í svona stórum leik, þegar Barcelona var í mjög góðri stöðu. Það er auðvelt að spyrja af hverju Valverde skipti honum ekki af velli eftir að hafa séð hann, en Barcelona þjálfarinn hugsaði örugglega ekkert of mikið um þetta."

„Eftir allt saman þá hefur hann spilað í stórleikjum áður og Alba á að vera einn af leikmönnunum sem Valverde átti að geta treyst á að þjappa liðinu saman."

„Í staðinn leit hann út fyrir að vera mjög leiður, eins og hann væri ekki andlega tilbúinn í 45 mínútur í viðbót."

„Þetta er mjög merkilegt," segir Wilson.

Myndbandið er hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner