Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 30. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gabi leggur skóna á hilluna
Gabi er búinn að leggja skóna á hilluna. Þessi 37 ára gamli miðjumaður gerði garðinn frægan með Atletico Madrid þar sem hann spilaði yfir 400 leiki.

Gabi lék undir stjórn Xavi hjá Al-Sadd síðustu tvö ár ferilsins.

Þrátt fyrir að vera goðsögn hjá Atletico og fyrrum fyrirliði félagsins tókst Gabi aldrei að ryðja sér leið inn í spænska landsliðið enda gífurleg samkeppni á miðjunni.

Gabi lék 19 leiki fyrir U20 og U21 lið Spánar en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Gabi vann meðal annars Evrópudeildina, spænska bikarinn og spænsku deildina með Atletico. Þá tapaði hann tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeild Evrópu með liðinu.
Athugasemdir
banner