Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferlið að fá atvinnuleyfi fyrir Rangnick gengur hægt
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Það gengur erfiðlega fyrir Ralf Rangnick, sem var nýverið ráðinn knattpsyrnustjóri Manchester United, að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Michael Carrick mun stýra Man Utd gegn Arsenal á fimmtudag þar sem Rangnick er ekki kominn með atvinnuleyfi. Leikurinn á fimmtudag er gríðarlega mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni, United er fimm stigum á eftir Arsenal sem er jafnt West Ham í fjórða sætinu,

Reglurnar á Bretlandi eru flóknari eftir að Brexit gekk í gegn og það er að hægja á ferlinu að Rangnick hefur ekki starfað sem þjálfari í nokkur ár núna. Hann þarf að fá sérstakt leyfi þar sem hann hefur ekki starfað nægilega mikið sem þjálfari á síðustu fimm árum.

Fjölmiðlamaðurinn Mark Ogden telur að það sé möguleiki á því að Rangnick stýri ekki sínum fyrsta leik fyrr en 11. desember, gegn Norwich.

Það er verið að vinna í þessu, en á meðan stýrir Carrick liðinu áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner