
Einar Örn Jónsson kemur til með að lýsa úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar fyrir RÚV en þetta kom fram í HM hringborðinu í gær.
Einnig var sagt frá því að Gunnar Birgisson og Hörður Magnússon muni lýsa sitt hvorum undanúrslitaleiknum.
Fjórir lýsendur hafa verið að lýsa leikjum mótsins og HM hringborðið grúskaði í þessu og komst að því að búið væri að ákveða að Einar myndi lýsa úrslitaleiknum á mótinu.
„Þeir eru að standa sig vel allir og mjög áberandi hvað þeir eru með sitthvorn stílinn," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í HM hringborðinu í gær.
Úrslitaleikurinn mun fara fram 18. desember næstkomandi en það er hægt að hlusta á hringborðið í spilaranum hérna fyrir neðan.
Sjá einnig:
HM í dag - Úrslitastund fyrir Dani og Argentínumenn
Athugasemdir