Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. nóvember 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gareth Bale snerti boltann sjö sinnum gegn Englandi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Gareth Bale hefur ekki átt gott heimsmeistaramót með Wales þó hann hafi skorað eina mark liðsins á mótinu.


Markið gerði hann úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 82. mínútu gegn Bandaríkjunum. Wales fékk stig úr þeirri viðureign sem reyndist eina stig liðsins á mótinu.

Wales féll úr leik í gærkvöldi með 3-0 tapi gegn Englendingum sem voru augljóslega gæðaflokki ofar. Bale var lítið annað en farþegi í leiknum og snerti boltann aðeins sjö sinnum áður en honum var skipt útaf í hálfleik.

Bale fann fyrir meiðslum aftan í læri áður en hann bað um skiptingu og spilaði því hluta fyrri hálfleiksins meiddur.

Af þeim leikmönnum sem hafa byrjað alla þrjá leiki riðlakeppninnar hingað til er Bale sá sem á næstfæstar snertingar á boltann í heildina, eða 77 talsins. 

Almoez Ali, sóknarmaður og markavél landsliðs Katars, er með fæstar snertingar af öllum sem hafa byrjað þrjá leiki í riðlakeppni, eða 71.

Bale er goðsögn í Wales og mögulega besti leikmaður sem hefur nokkurn tímann komið þaðan þó samkeppnin sé hörð.


Athugasemdir
banner
banner
banner