Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 30. nóvember 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe inn fyrir Salah hjá Liverpool?
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Búist er við því að Lautaro geri nýjan samning.
Búist er við því að Lautaro geri nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Salah, Mbappe, Martinez, Dendoncker, McAteer, Kiwior, Santos, Guirassy. Það er sneisafullur slúðurpakki þennan fimmtudaginn.

Sala á egypska framherjanum Mohamed Salah (31) næsta sumar gæti opnað möguleika fyrir Liverpool á að krækja í Kylian Mbappe (23) frá Paris St-Germain. (TeamTalk)

Mbappe er einbeittur á PSG og það eru engar vísbendingar um áhuga frá Liverpool. (Football Transfers)

Búist er við því að sóknarmaðurinn Lautaro Martínez (26) skrifi undir nýjan samning við Inter. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United. (90min)

Aston Villa er tilbúið að hlusta á tilboð í belgíska miðjumanninn Leander Dendoncker (28) en Everton er að fylgjast með honum. (Football Insider)

Everton og Crystal Palace hafa áhuga á írska miðjumanninum Kasey McAteer (22) hjá Leicester. (Football Transfers)

Tottenham gæti hafnað tilboðum í danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjberg (28) og enska miðjumanninn Oliver Skipp (23) þar sem úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur (26) verður frá þar til í febrúar vegna ökklameiðsla. (Telegraph)

AC Milan ætlar að reyna að fá pólska varnarmanninn Jakub Kiwior (23) lánaðan frá Arsenal í janúar til að minnka varnarvandamál félagsins. (Calciomercato)

Barcelona vill framlengja lánssamning portúgalska varnarmannsins Joao Cancelo (29) frá Manchester City til 2025. (Sport)

Chelsea er tilbúið að kalla brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (19) til baka úr láni hjá Nottingham Forest þar sem félagið er ekki ánægt með stöðu hans. (Fabrizio Romano)

Aston Villa hefur áhuga á ganverska miðjumanninum Salis Abdul Samed (23) sem mögulegan kost til að fylla skarð Douglas Luiz (25) ef hann verður seldur. (TeamTalk)

Newcastle hefur áhuga á Gíneumanninum Serhou Guirassy, sóknarmanni Stuttgart. (Rudy Galetti)

Steve Cooper stjóri Nottingham Forest er með fullan stuðning eigandans Evangelos Marinakis. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner