Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   lau 30. nóvember 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha: Ég er reiður
Mynd: Getty Images

Barcelona tapaði óvænt gegn Las Palmas í spænsku deildinni í dag en þetta var þriðji deildarleikurinn í röð sem liðinu mistekst að vinna.

Liðið er aðeins fjórum stigum á undan erkifjendum sínum í Real Madrid á toppi deildarinnar en Real á tvo leiki til góða.

Raphinha skoraði mark Barcelona í 2-1 tapi gegn Las Palmas í dag.


„Við höfum verið að spila illa. Við höfum lækkað standardinn. Það er margt sem við erum að gera rangt, við verðum að snúa blaðinu við á þriðjudaginn. Ég er reiður, mér er alveg sama um markið mitt," sagði Raphinha.


Athugasemdir
banner
banner
banner