Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 31. janúar 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hertha heldur áfram - Cunha kominn frá Leipzig (Staðfest)
Wolves og Brighton höfðu áhuga á að fá Cunha lánaðan út tímabilið.
Wolves og Brighton höfðu áhuga á að fá Cunha lánaðan út tímabilið.
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin hefur verið duglegt í janúarglugganum og var að bæta fjórða leikmanninum við sig í dag.

Kantmaðurinn efnilegi Matheus Cunha er genginn til liðs við Hertha. Hann er 20 ára gamall og kemur frá toppliði þýsku deildarinnar, RB Leipzig.

Hertha greiðir 15 milljónir evra fyrir þennan öfluga Brassa sem hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum fyrir U23 landsliðið.

Cunha hefur komið við sögu í tíu deildarleikjum á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 6 mörk í 12 leikjum í Evrópudeildinni.

Hertha keypti Krzysztof Piatek (25 milljónir) í gær og Santiago Ascacibar (10 milljónir) fyrr í janúar. Þá gekk félagið frá kapum á Lucas Tousart (22,5 milljónir) en hann gengur ekki í raðir félagsins fyrr en næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner