Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 31. janúar 2020 15:07
Magnús Már Einarsson
Ki Sung-Yeung riftir samningi við Newcastle
Miðjumaðurinn Ki Sung-Yeung hefur komist að samkomulagi við Newcastle um að losna undan samningi.

Ki var með samning út þetta tímabil en hann var með 60 þúsund pund í laun á viku.

Þessi 31 árs gamli Suður-Kóreumaður kom til Newcastle frá Swansea árið 2018.

Hann náði aldrei að festa sig almennilega í sessi í byrjunarliði Newcastle og spilaði einungis 21 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Ki er nú frjálst að leita sér að nýju félagi þó að félagaskiptaglugginn loki í dag.
Athugasemdir
banner
banner