Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 31. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forest er búið að bjóða í Brenner
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Opinber vefsíða norður-amerísku MLS deildarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Nottingham Forest hafi lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Brenner.


Brenner þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma og var meðal annars orðaður við Arsenal eftir að hafa sprungið út sem táningur í liði Sao Paulo í Brasilíu.

Brenner ákvað þó að fara bara í næstu álfu við hliðina því hann gekk í raðir FC Cincinnati í MLS deildinni og hefur verið lykilmaður undanfarin misseri.

Brenner er nýlega orðinn 23 ára gamall en hann skoraði 18 mörk í 29 deildarleikjum með Cincinnati í fyrra.

Brenner á þrjú ár eftir af samningi sínum við Cincinnati og það verður ekki ódýrt að kaupa hann. Udinese bauð í hann fyrr í janúar en fékk tilboðum sínum hafnað.

Cincinnati borgaði 13 milljónir dollara fyrir Brenner á sínum tíma en óljóst er hversu háa upphæð félagið vill fá fyrir að selja hann.

Ekki er greint frá upphæðinni í kauptilboði Forest en það er nokkuð ljóst að Brenner fer ekki fet nema fyrir rétta upphæð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner