Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 09:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sló í gegn á HM og er nú á leið til Leicester
Mynd: Getty Images
Leicester hefur náð munnlegu samkomulagi við Stoke um kaup á miðverðinum Harry Souttar.

Souttar vakti verðskuldaða athygli á HM í Katar í síðasta mánuði þar sem hann var á meðal bestu manna ástralska landsliðsins.

Leicester er talið þurfa greiða 15 milljónir punda fyrir varnarmanninn og er möguleiki á árangurstengdar greiðslur ofan á þá upphæð.

Félögin ræða nú sín á milli um hvernig Leicester mun greiða fyrir Stoke, hvort það verði eingreiðsla eða einhvers konar raðgreiðslur. Stoke er í Championship-deildinni en Leicester er í úrvalsdeildinni.

Leicester er með miðverðina Jannik Vestergaard (30) og Caglar Soyuncu (26) á sölulista og vill félagið fá inn miðvörð í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner