Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zaniolo snerist hugur en þá sagði Bournemouth nei
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo stóðst til boða að fara frá Roma og ganga í raðir Bournemouth fyrir helgi. Roma samþykkti tilboð Bournemouth en sá ítalski var ekki spenntur og hafnaði tækifærinu án þess að skoða það neitt frekar.

Stuðningsmenn Roma voru æfir út í Zaniolo fyrir að hafa neitað því tækifæri því að hann hafði beðið um að fá að fara frá félaginu. Stuðningsmenn hengdu upp borða fyrir utan Colosseum í Róm og á honum voru skýr skilaboð.

Samkvæmt heimildum Gianluca Di Marzio þá snerist Zaniolo hugur varðandi Bournemouth í gærkvöld og vildi skrifa undir hjá félaginu.

Þá var hins vegar það tækifæri úr sögunni, Bournemouth vildi ekki lengur fá hann og Zaniolo áfram fastur hjá Roma. Bournemouth er á því að félagið sé búið að eyða nóg í janúar. Enska félagið hefur fengið þá Dango Ouattara, Matias Vina, Antoine Semenyo og Darren Randolph í glugganum.

Zaniolo er 23 ára og getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. Samningur hans við Roma rennur út sumarið 2024. Hann hefur frá því að hann bað um sölu verið úti í kuldanum hjá Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner