Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
   fös 31. janúar 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Mynd: Stjarnan

Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og heilt yfir fannst mér leikurinn jafn. Ákveðnir hlutir sem við díluðum ekki vel við og eitthvað af mörkunum þeirra kom upp úr því. Það er bara fínt, fínn tímapunktur fyrir okkur að laga það. Bara góður leikur held ég.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-2 tap í úrslitaleik Þungavigtabikarsins gegn Breiðabliki.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Hvernig er staðan á leikmannahópi Stjörnunnar í dag?

Staðan á hópnum er frábær og við erum á góðum stað. Við erum að keyra mjög þungt og höldum því bara áfram. Staðan er góð og það er mikill og góður kraftur í hópnum.

Kjartan Már var ónotaður varamaður fyrir Stjörnunna í dag, verður hann leikmaður Stjörnunnar næsta sumar?

Það getur farið á hvaða veg sem er. Það er mikill áhugi á honum. Svo getur hann byrjað mótið með okkur og þá sjáum við hvað gerist. Hann var aðeins slappur í dag, sjáum hvað gerist.

Samúel Kári fór meiddur af velli í dag en hvernig er staðan á honum?

Það er verið að skoða hann. Hann var aðeins dasaður og slappur, það er verið að kíkja á hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þennan hóp. Sterkur og öflugur karakter, faglegur og er frábær viðbót að öllu leyti, karakter og leikmaður.“

Jökull segir að þessi keppni gefi hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi og er hæstánægður með þessa keppni.

Mér finnst þetta stórkostlegt. Mjög gott mót og góðir leikir. Það er aðeins öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót, það gefur þessu aðeins meira, mjög ánægður með þetta.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir