Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 31. janúar 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Samúel Kári hefur komið vel inn í Stjörnuhópinn en hann fór meiddur af velli í kvöld.
Mynd: Stjarnan

Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og heilt yfir fannst mér leikurinn jafn. Ákveðnir hlutir sem við díluðum ekki vel við og eitthvað af mörkunum þeirra kom upp úr því. Það er bara fínt, fínn tímapunktur fyrir okkur að laga það. Bara góður leikur held ég.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-2 tap í úrslitaleik Þungavigtabikarsins gegn Breiðabliki.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Hvernig er staðan á leikmannahópi Stjörnunnar í dag?

Staðan á hópnum er frábær og við erum á góðum stað. Við erum að keyra mjög þungt og höldum því bara áfram. Staðan er góð og það er mikill og góður kraftur í hópnum.

Kjartan Már var ónotaður varamaður fyrir Stjörnunna í dag, verður hann leikmaður Stjörnunnar næsta sumar?

Það getur farið á hvaða veg sem er. Það er mikill áhugi á honum. Svo getur hann byrjað mótið með okkur og þá sjáum við hvað gerist. Hann var aðeins slappur í dag, sjáum hvað gerist.

Samúel Kári fór meiddur af velli í dag en hvernig er staðan á honum?

Það er verið að skoða hann. Hann var aðeins dasaður og slappur, það er verið að kíkja á hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þennan hóp. Sterkur og öflugur karakter, faglegur og er frábær viðbót að öllu leyti, karakter og leikmaður.“

Jökull segir að þessi keppni gefi hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi og er hæstánægður með þessa keppni.

Mér finnst þetta stórkostlegt. Mjög gott mót og góðir leikir. Það er aðeins öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót, það gefur þessu aðeins meira, mjög ánægður með þetta.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner