Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 31. mars 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ætlar að reyna aftur við Lautaro
Spænska félagið Barcelona ætlar að reyna aftur við Lautaro Martinez, framherja Inter, í sumar en þetta kemur fram á Rac1.

Barcelona hefur haft mikinn áhuga á Lautaro síðustu tvö árin eða svo og ekki farið leynt með það.

Miklar breytingar hafa þó átt sér stað hjá Börsungum. Joan Laporta er nýr forseti félagsins og þá er búið að skipa nýja stjórn en nú er félagið tilbúið að reyna aftur við Martinez.

Eigendur Inter eru að leita að fjárfestum fyrir félagið til að fjármagna leikmannakaup.

Barcelona getur fest kaup á Martinez í júlí fyrir 111 milljónir evra en sú klásúla fellur úr gildi í ágúst og þarf því spænska félagið að hafa hraðar hendur.
Athugasemdir
banner