Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Fjórir fyrirliðar Íslands með 365 landsleiki
Icelandair
Aron Einar í leiknum.
Aron Einar í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fór með sigur af hólmi gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Það vakti athygli að það voru fjórir mismunandi fyrirliðar fyrir Ísland í þessum tiltekna leik.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði með fyrirliðbandið eins og hann gerir alltaf. Hann fór út af í hálfleik og þá fékk Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliðabandið.

Jóhann Berg fór svo út af og þá fékk Birkir Bjarnason bandið og að lokum fékk Birkir Már Sævarsson fyrirliðabandið.

Þessir fjórir leikmenn eru samtals með 365 A-landsleiki fyrir Íslands hönd; Birkir Már með 97, Birkir Bjarna með 95, Aron Einar með 94 og Jóhann Berg með 79.

Með fréttinni fylgja myndir af þeim öllum með fyrirliðabandið í kvöld. Hafliði Breiðfjörð tók myndirnar.
Athugasemdir
banner